Kvenréttindafélag Íslands og Feministafélag Íslands bjóða til opins fundar um konur í stjórnmálum á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, fimmtudaginn 11. apríl kl. 20 – 22.

Stjórnmálakonur mæta og tala tæpitungulaust um reynslu sína á þingi, á flokksþingum, í stjórnum. Af hverju hætta konur frekar í pólitík og hvernig er hægt að stuðla að jafnrétti á þingi og í bæjarstjórnum?

Kaffi og kökur verða á boðstólnum. Allir velkomnir.

Fundarstýra er Rósa G. Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Dagskrá

Ávörp:
Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar
Margrét Tryggvadóttir, núverandi þingmaður Hreyfingarinnar og Dögunar

Málþing: Hlutverk kvennahreyfinga í stjórnmálaflokkum
Jarþrúður Ásmundsdóttir f. Sjálfstæðisflokkinn
Gerður Jónsdóttir f. Framsóknarflokkinn
Heiða Björg Hilmisdóttir f. Samfylkinguna
Sóley Tómasdóttir f. VG

politikurnar