Heildarsamtök launafólks og Kvenréttindafélag Íslands bjóða #metoo konum til samtals um næstu skref byltingarinnar.

Fundurinn verður þann 10. febrúar næstkomandi milli klukkan 10 og 14 á Hótel Natura í þingsal 2. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Fundurinn verður með þjóðfundarsniði þar sem málin verða rædd í smærri hópum svo að allir hafi tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að í umræðunni. Ætlunin er að fundurinn móti tillögur að næstu skrefum og aðgerðum stéttarfélaga og heildarsamtaka launafólks vegna #metoo byltingarinnar í innra starfi þeirra sem og áherslum og samstarfi við atvinnurekendur og stjórnvöld. Vegna þjóðfundafyrirkomulags verður lokað fyrir umfjöllun fjölmiðla en allar konur sem starfa hjá fjölmiðlum eru að sjálfsögðu velkomnar til að taka þátt.

Allar konur sem vilja taka þátt eru velkomnar til fundar, á meðan húsrúm leyfir. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með tölvupósti á netfangið asi@asi.is.

Í póstinum þarf að koma fram nafn, netfang, í hvaða #metoo hóp viðkomandi er eða starfsgrein/staða. Upplýsingabeiðnin er vegna fyrirkomulags fundarins, svo að blanda megi sem fjölbreyttustum hóp á hvert borð.

Ef óskað er eftir túlkun eða táknmálstúlkun er þess óskað að það verði gert fyrir 3. febrúar með pósti á netfangið asi@asi.is. Gott aðgengi er fyrir fatlaða á fundarstað.

Að fundinum standa heildarsamtök launafólks á Íslandi, Alþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands, ásamt Kvenréttindafélagi Íslands.

Aðrar fréttir