Ályktun Kvenréttindafélags Íslands um kynjahlutfall ríkisstjórnarinnar og skipan nýs innanríkisráðherra

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands hvetur formenn ríkisstjórnarflokkanna, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson, til að rétta við kynjahlutfall í ríkisstjórn Íslands.

Hallað hefur á konur í þeirri ríkisstjórn sem nú er við völd. Þar hafa þrjár konur gegnt ráðherraembættum á móti sex körlum og nú hverfur ein þessara kvenna, Hanna Birna Kristjánsdóttir, úr ríkisstjórn. Vegna þessara breytinga skorar stjórn Kvenréttindafélags Íslands á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, að hafa mikilvægi jafns hlutfall kynja að leiðarljósi þegar ákvörðun verður tekin um skipan ráðherra.

Hallveigarstaðir, Reykjavík
21. nóvember 2014

Related Posts

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.