Kvenréttindafélag Íslands býður upp á súpu og spjall í hádeginu þriðjudaginn 2. október. Á þessum fundi verður kynnt tillaga  Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem kosið verður um í lok mánaðarins. Verið velkomin í súpu, brauð og fróðleik milli kl. 12 og 13 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Aðgangur og veitingar eru ókeypis.3
 

Á fundinum munu Íris Lind Sæmundsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir segja frá starfinu í Stjórnlagaráði. Þær munu fara yfir efni nýju stjórnarskráarinnar sem kosið verður um 20. október næstkomandi og svara spurningum. Eintökum af stjórnarskrártillögunni verður dreift á fundinum.

Aðrar fréttir