Velkomin á söguslóðir kvenna í Reykjavík!

Þriðjudaginn 24. október leiðir Birna Þórðardóttir göngu um Vesturbæinn, Kvosina og Þingholtin, þar sem hún segir frá konum sem hafa markað spor sín á borgina. Gangan leggur af stað frá Hallveigarstöðum kl. 17:00 og tekur tæpan klukkutíma.

Að lokinni göngu er boðið upp á kaffi og kökur á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og Lay Low spilar lög við ljóð eftir íslenskar konur.

Ókeypis aðgangur og öll velkomin!

Kvenréttindafélag Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenfélagasamband Íslands