christmas_decoration

Hjartanlega velkomin á árlegan jólafund Kvenréttindafélags Íslands og Kvennasögusafns Íslands, í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 5. desember kl. 13-15.

Í ár verður jólafundurinn með öðru sniði en vanalega og dagskrá veglegri. Í ár fagnar Kvennasögusafnið 40 ára afmæli sínu, en safnið var stofnað af Önnu Sigurðardóttur sem var öflug í starfi Kvenréttindafélagsins til margra ára. Á 7. áratugnum hvatti Anna ungar stúlkur til að stofna félagsskap ungra kvenna, Úurnar, en þær létu til sín taka í jafnréttisumræðunni undir lok 7. áratugarins og við upphaf hins áttunda.

Á fundinum heldur Þórunn María Örnólfsdóttir sagnfræðingur fyrirlestur um ævi og kvenréttindastörf Önnu, Úurnar Ásdís Skúladóttir leikstjóri, Gullveig Sæmundsdóttir blaðamaður og Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur rifja upp störf sín, og Svava Bernharðsdóttir og Kristín Valsdóttir leika á hljóðfæri.

Sjáumst öll á laugardaginn!

Dagskrá

1. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og  Kristín Valsdóttir harmonikulleikari  leika á hljóðfæri í upphafi til hliðar við breiðan inngang inn í salinn

2. Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands setur dagskrá 

3. Þórunn María Örnólfsdóttir sagnfræðingur segir frá ævi Önnu Sigurðardóttur og veltir fyrir sér hvað mótaði hana sem kvenréttindakonu

4. Ásdís Skúladóttir leikstjóri, Gullveig Sæmundsdóttir blaðamaður og  Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur segja frá Úunum

5. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands slítur fundi

Anna Sigurðardóttir forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands, fyrst kvenna, árið 1986 á 75 ára afmæli háskólans. Á sömu hátíð var Margrét II Danadrottning sæmd heiðursdoktorsnafnbót. Hér tekur Anna við nafnbótinni úr hendi Höskuldar Þráinssonar varaforseta heimspekideildar háskólans. Mynd: Kvennasögusafn Íslands.

Anna Sigurðardóttir forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands, fyrst kvenna, árið 1986 á 75 ára afmæli háskólans. Á sömu hátíð var Margrét II Danadrottning sæmd heiðursdoktorsnafnbót. Hér tekur Anna við nafnbótinni úr hendi Höskuldar Þráinssonar varaforseta heimspekideildar háskólans. Mynd: Kvennasögusafn Íslands.

Aðrar fréttir