„Kvenréttindafélag Íslands tekur undir áskorun Femínistafélags Íslands til stjórnvalda um að endurskoða verklagsreglur og framkvæmd í umgengnis- og forsjármálum. Leggja verður mun meiri áherslu á að hlusta á það sem börnin sjálf vilja en nú er gert; þeirra rödd og mannréttindi ber að virða. Ef grunur leikur á ofbeldi af hálfu annars foreldris verða börnin að fá að njóta vafans. Velferð þeirra og hagur skal ávallt vera hafður í fyrirrúmi.“
Hallveigarstöðum 8. desember 2009