33 konur kjörnar á þing!

Mynd: RÚV

Til hamingju Ísland! Í fyrsta skipti í sögu Alþingis eru konur í meirihluta þingfólks, eftir kosningar gærdagsins þegar 33 konur og 30 karlar voru kosin á þing. Þetta þýðir að hlutfall kvenna á þingi er 52,4%, hið hæsta í sögu Evrópu og hið hæsta í heiminum þegar litið er til landa sem ekki hafa tekið upp kynjakvótareglur.

Kvenréttindafélag Íslands óskar nýjum þingkonum og þingfólki öllu til hamingju. Í dag eru 106 ár síðan konur fengu kosningarétt og Kvenréttindafélagið þakkar þeim þúsundum kvenna sem í rúmlega öld hafa barist fyrir því að konur hefðu jafnan rétt, jöfn tækifæri og jafnan aðgang að öllum sviðum samfélagsins.

Við treystum nýju þingi að halda áfram öflugri vinnu í þágu jafnréttismála, því enn er mikið verk að vinna.