Verkefnið Byggjum brýr er komið vel á veg

NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt tengslanet styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni.

Tengslanetið er hannað til að bjóða upp á ráðgjöf og þjálfun og til að valdefla konur af erlendum uppruna. Verkefnið snýr ekki aðeins að konum heldur einnig að körlum og veitir þeim þekkingu og reynslu til að styrkja konur.

Lykilatriði í verkefninu er að skoða leiðtogahlutverkið í sinni víðustu mynd. Við fáum innsýn inn í starf kvenleiðtoga, hvernig við byggjum upp sjálfsöryggi og ákveðni, hvernig við getum þróað hæfileika okkar í starfi og gripið tækifærin þegar þau gefast. Verkefnið snýst að því að skapa leiðtoga í daglegu lífi.

Lesið meira um verkefnið hér.

Prufukeyrsla á námsefni

Í apríl á þessu ári hófu samstarfsaðilar prufukeyrslu á námsefni sem þeir hafa unnið í sameiningu, sex rafrænum námskeiðum sem ætlað er að auka leiðtogafærni.

Samhliða þessari prufukeyrslu, höfum við haldið námskeið til að kenna konum að vera þjálfarar í samfélagi sínu (e. mentors). Þetta er gert í þeirri viðleitni að auka tengslanet kvenna af erlendum uppruna í löndunum átta.

Alls hafa 48 konur hlotið þjálfun og þátttaka þeirra hefur verið ómetanleg að auka gæði námsefnisins.

Sæktu þér innblástur! Taktu þátt í samræðunum á samfélags-miðlum og á netinu.

Félögin sem starfa saman í þessu tengslaneti hafa gert námsefni til að valdefla allar konur og þá sérstaklega konur af erlendum uppruna. Þetta námsefni er nú aðgengilegt á veraldarvefnum. Einnig höfum við stofnað hóp á LinkedIn þar sem sérfræðingar í löndunum átta deila reynslu sinni og þekkingu.

Vefsíðunni og hópastarfið á LinkedIN gerir okkur kleift að halda áfram samtalinu eftir að samstarfinu er formlega lokið, og eykur aðgengileika þekkingarinnar sem hefur skapast í samstarfinu!

Hefurðu áhuga? Kíktu á okkur hér: