#NordicFeminisms: Kjarajafnrétti í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi

Kvenréttindafélag Íslands  stóð fyrir  rafrænum fundi um kjarajafnrétti og leiðréttingu á kjörum kvennastétta, fimmtudaginn 17. mars á NGO-CSW 66, í samstarfi við Kvinderådet í Danmörku og NYTKIS í Finnlandi.

Astrid Elkjær Sørensen sagnfræðingur í kynja- og vinnumarkaðssögu, Fatim Diarra formaður NYTKIS og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB voru með framsögu. Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins og Lise Johansen framkvæmdastýra Kvinderådet tóku þátt í umræðum. Johanna Kantola, prófessor í kynjafræði við háskólann í Tampere, stýrði umræðum.

Upptöku af fundinum er hægt að sjá hér fyrir ofan. Glærur sem fylgdu erindum Astrid, Fatim og Sonju er hér fyrir neðan.

Á fundinum tóku þátttakendur saman femínískan to-do lista til að koma á kjarajafnrétti: