Fimmtudaginn 6. desember eru liðin 25 ár frá því að Kvennaathvarfið opnaði.  Í tilefni af því bjóða samtökin til sigurhátíðar Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður dagskráin tileinkuð konunum sem brotist hafa út úr ofbeldissamböndum.  Reynt verður að varpa ljósi á lífið í athvarfinu með minningarbrotum starfskvenna og dvalarkvenna í gegn um tíðina auk þess sem sýnt verður brot úr kynningarmyndbandi um Kvennaathvarfið sem er í vinnslu. Einnig verður boðið upp á ávörp og tónlist, kaffi og konfekt.  Í salnum verður ljósmyndasýningin Kraftakonur en hún samanstendur af 2887 myndum af konum, jafnmörgum og konurnar eru sem dvalið hafa í Kvennaathvarfinu frá upphafi.  Með myndunum fylgja kveðjur kvennanna á myndunum til kraftakvennanna sem brotist hafa úr fjötrum ofbeldisins.  Hátíðin byrjar kl. 17:00 og er öllum opin.