+354 551-8156 postur@kvenrettindafelag.is

Jafnréttislög brotin

Jafnréttisstofa hefur greint frá því að Kærunefnd jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þegar karlmaður var ráðinn í starf forstöðumanns Fjöliðjunnar á Akranesi á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem kærunefnd álítur að jafnréttislög hafi verið brotin, og jafnframt fyrsta málið varðandi stöðuveitingu sem hefur unnist fyrir kærunefndinni frá árinu 2006. Sjá nánar á www.jafnretti.is

Komdu í Kvenréttindafélagið!

Félagaskráning - Popp

Stuðningur þinn skiptir máli!

Kvenréttindafélag Íslands hefur staðið vörð 
um réttindi kvenna á Íslandi síðan 1907. 
 
Félagsgjöld eru 4.000 kr. á ári.