25. október 2019
Hallveigarstaðir, Reykjavík

Kvenréttindafélag Íslands fagnar áformum Íslandsbanka að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Við fögnum framtaki þeirra að taka markviss skref í átt að aukinni umhverfisvernd og færa viðskipti sín yfir til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem ekki búa við afgerandi kynjahalla.

Ef öll fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld leggjast saman á árar, er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna og tryggja framtíð komandi kynslóða.