Ljósmyndasýningin „Fullvalda konur og karlar“ hampar þeim sem börðust fyrir fullveldi og stjórnmálaréttindum Íslendinga, konum og körlum.
Á sýningunni er varpað ljósi á mikilvægan þátt kvenna í sjálfstæðisbaráttunni. Fullveldi og sjálfstæði Íslendinga væri óhugsandi án þeirrar miklu baráttu sem átti sér stað um aldamótin 1900 fyrir stjórnmálaréttindum og kosningarétti kvenna.
Sýningin er gerð af Þóreyju Mjallhvíti og Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur fyrir Kvenréttindafélag Íslands og styrkt af Fullveldissjóði.